mind the bollocks
hugleiðingaskrif og hugsanabull
sunnudagur, apríl 23, 2006
Afmælisdagur gone bad!
Jæja, þá er bara komið að afmælisdeginum. Ég er orðinn 21 árs gamall og dagurinn er búinn að vera frekar skrítinn. Hlynur fór út í tíkallasíma og á meðan ætlaði ég að setja í eina þvottavél. Þvotturinn er geymdur í eldhúsinu, vegna plássleysis. Við eigum svona rafmagnsketil til þess að sjóða vatn og höfum hann á eldavélahellunni vegna þess að það er bara hreinlega ekki pláss neinsstaðar fyrir hann. Ok eldhúsið er mjög þröngt og ég tók þvottakörfuna og tróð mér framhjá eldavélinni með körfuna, nema ég kveikti óvart á hellunni þegar ég fór framhjá. Svo er ég bara að flokka þvottinn en ég heyri eitthvað skrítið hljóð úr eldhúsinu. Lít þangað inn og sé bara greyjið ketilinn bráðna á hellunni og allt í reyk og brunalykt. Ég náttúrulega panikka og slekk á hellunni og opna alla glugga. Ég slapp við það að kveikja í húsinu en það munaði ekki miklu samt. Svo reyni ég að hringja í Hlyn til þess að segja honum að koma heim, nema það að síminn hans er ekki lengur á sínum stað. Hann var með hann í jakkavasanum sínum og hann heldur að einhver óprúttinn hafi stolið símanum.

Semsagt fyrst þá kveiki ég næstum í, og Hlynur var rændur. Skemmtilegt upphaf á 21 afmælisdeginum. Núna ætlum við að fara út og reyna að halda okkur frá vandræðum á meðan við fáum okkur eitthvað gott að borða.

Örn
laugardagur, apríl 22, 2006
Uppþot
Hæ, í dag er búið að vera mjög gott veður, sól og læti og það var einhver fótboltaleikur áðan og það er bara allt að verða vitlaust. Slagsmál á hverjum einasta sportbar og göturnar eru fullar af löggum. Ég hef bara aldrei séð annað eins.

Svo á morgun verð ég 21 árs. Össh!
sunnudagur, apríl 16, 2006
Happy easter
Mér fannst eins og mig væri að dreyma í dag þegar ég fékk msn samtal við elstu systir mína og hún bauð mér að borða. VÁ hugsaði ég, og í kvöld fékk ég besta mat sem ég hef fengið síðan ég kom hingað. Málið var þannig að ég vildi fá mér steik, en við stóðum fyrir framan þenna Asíska stað, og við í alvörunni vissum ekki að þessi staður væru asískur, og sáum ekkert nema naut í chili. Auðvitað fórum við inn og keyptum naut í chili og áttuðum okkur svo á því að þessi staður væri allt annað en það sem við vildum virkilega fara inn á. ENNN það sem við fengum var svo ÓGEÐSLEGA gott að ég veit ekki hvernig ég á að segja frá því. Og allt var þetta Lovísu systir að þakka. Lovísa, ég elska þig.

Happy easter.....

Örn
laugardagur, apríl 15, 2006
Langi dagurinn
Já hæ, þetta er hinn eini sanni Örn. Það er langt síðan ég hef skrifað eitthvað hérna og ég biðst fyrirgefningar á því. Þessa síðustu daga eru mjög mikil efnaskipti búin að eiga sér stað í líkamanum mínum. Og það má segja frá því að í dag tók ég einn mesta göngutúr sem ég hef nokkurntíman tekið á ævinni. Ég labbaði frá Highbury og niður á Liverpool Street og síðan niður á Thames og ég fór ekki beina leið. Ég held að ég hafi labbað sirka 50 kílómetra í dag. Og maður í mínu líkamlegu ástandi má vera stoltur af því. Og ég hafði mjög gaman af þessum degi, vegna þess að ég hef farið niður í "mið-London" nokkrum sinnum en aldrei hef ég séð jafn lítið af fólki þar og í dag. Í dag er föstudagurinn langi og það er svona óskrifuð regla að allir eigi að sitja heima hjá sér og hafa það leiðinlegt. Nema að á Íslandi er það löngu búið, en í London er það víst ennþá þannig vegna þess að það var enginn í bænum. MJÖG gaman að sjá þessa borg svona, og ég held að það hafa ekki margir séð þessa borg í svona ástandi eins og ég sá í dag.

En svona til þess að hoppa úr einu í annað, þá held ég að hann Hlinur sé að verða eitthvað bilaður. Lesiði bara nýjustu færslurnar hans. Hér.

Meira seinna.....
Örn
þriðjudagur, apríl 11, 2006
3 weeks
Hæ, ég er búinn að vera í London í 21 dag, þrjár vikur. Þá eru bara 300 og eitthvað dagar eftir. Þvottavélin hérna er með eitthvað bögg, og við vorum búnir að setja allan þvottinn í hana, ásamt öllum handklæðunum okkar og náum ekki að opna hana. Það verður ekkert lagað fyrr en á morgun, og ég varð að fara í sturtu þannig að ég þurrkaði mér með peysu. Á morgun ætla ég að fara í bókabúð og reyna að finna einhverjar sniðugar bækur sem fjalla um hljóð.

Ég hef eiginlega ekkert meira að segja eins og er nema bara að það er allt gott að frétta af mér og ég hlakka til að kíkja til íslands.

Örn
mánudagur, apríl 10, 2006
Ágætis dagur.
Já þá er þessi mánudagur alveg að líða undir lok og var hann bara nokk góður. Raggi félagi minn kom til London og færði mér bakpoka frá mömmu og pabba. Núna á ég Morgunblaðið síðan á laugardaginn. Við löbbuðum í Green Park og skoðuðum Buckingham Palace og sáum London Eye. Mjög áhugavert að sjá, og ekki sérstaklega mikil orka eftir í mér eftir allt þetta labb. Núna er Hlynur kominn í kaffið og ég er að spá í að fara að sofa.

Stay tuned...
Örn
sunnudagur, apríl 09, 2006
Call me
Já ég er í útlöndum , en það er samt hægt að hringja í mig. Númerið mitt er (og þannig á að hringja í mig frá íslandi en það er öðruvísi að hringja í mig frá englandi) 00447904245575 . Sá sem er fyrstur að hringja fær verðlaun :D
Ok, here it is...
Ok ég skrifaði ekkert í gær þannig að ég kem með gærdaginn og þennan dag í sömu færslu. Í gær var laugardagur, sem þýðir að allar konur í Reykjavík settu í þvottavél. En ég setti ekki í neina þvottavél. Ég lenti í því að gera númer tvö, og það var ekki til klósettpappír. Hlynur hoppaði því út fyrir og náði í fjórar rúllur af klósettpappír, á meðan Örninn sat á klósettinu og beið. MJÖG skemmtileg lífsreynsla. Svo fórum við á stað sem við höfum oft labbað framhjá og það er skilti fyrir utna sem segir að það sé LIVE tónlist öll kvöld. Það var engin live tónlist þar í gærkveldi allavega, og fólkið þarna inni voru ekkert annað en dónar.
Núna stökkvum við yfir á sunnudag.
Dagurinn í dag var frekar easy. Við ætluðum að gera svakalega mikið en við gerðum í rauninni ekkert. Þannig að á morgun ætlum við að vakna extra snemma til þess að taka til, ryksuga og setja í þvottavél. Ef ég myndi setja myndir á netið af íbúðinni eins og hún lítur út núna, myndu flestar húsmæður fá nett hjartaáfall. En það er allavega blóð sem ferðast um í æðum mínum, sem þýðir að ég sé lifandi og það þarf enginn að hafa áhyggjur.

More later...
Örn

Og já, ég er líka með e-mail wicked@heimsnet.is
mér finnst rosa gaman að fá póst :)
föstudagur, apríl 07, 2006
Gúrkutíð
Já ég get ekki neitt annað sagt en að það er gúrkutíð á Íslandi. Ég finn ekki neitt í fréttum sem kitlar áhuga minn.
Í dag fór ég með Hlyni niður í bæ, við skoðuðum London Museum og var það mjög áhugavert. En það sem mig vantar núna er eitthvað íslenskt. Plís komiði með eitthvað íslenskt handa mér.

Kv. Örn
Rigningardagur
Ok vá ég hef ekki skrifað neitt hérna síðan á mánudag. Ég biðst afsökunar á því. Í dag er enginn skóli, þannig að við erum að spá í að fara niður í bæ. Miðbæ, kíkja á lífið þar. Í gær var skóli, og kennarinn fór yfir svo mikið í einu að ég er totally lost. Síminn minn er eitthvað bilaður, það er ekki hægt að ýta á neina takka á honum nema á morgnanna, sem mér finnst mjög einkennilegt. Jæja, ég ætla að kíkja í bæinn og svo kem ég með fréttir í kvöld.

Örn
mánudagur, apríl 03, 2006
Lestensie bitte
Í dag ætluðum við að vera sniðugir og finna British Library sem á að vera í um 10 mínútna göngufæri frá Kings Cross lestarstöðinni. Við ákváðum að fá okkur göngutúr og reyna að finna þetta en allt kom fyrir ekki og 3 klukkutímum seinna vorum við komnir á Liverpool Street. Þetta eru ekki nema 3,5 mílur ef maður fer rétta leið, en við vitleysingarnir vissum ekki neitt en á endanum vorum við svo komnir miklu lengra en við ætluðum. Já það er stundum svona, núna er málið að fá sér eitthvað að borða.
Later dudes...
sunnudagur, apríl 02, 2006
Grilled cheese sandwiches
Ok núna er sunnudagur, eða tæknilega séð er kominn mánudagur en ég skrifaði ekkert í gær vegna þess að ég bara hreinlega gleymdi því. Í gær, laugardag hitti ég Örnu og Didda og fékk tösku sem mamma sendi með þeim. Í henni var 49 ára gamalt samlokugrill, sem var mjög gott að fá því að það er það eina sem við eigum til að elda eitthvað. Fyrir utan ketil til að sjóða vatn. Í gær grillaði ég allt brauðið sem var í ísskápnum og borðaði það í kvöldmat. Well, á morgun ætlum við að kíkja á bókasafnið og athuga hvort að við fáum bókasafnskort. Ef við getum ekki fengið svoleiðis kort, þá verðum við bara að lesa bækurnar á staðnum. Gæti virkað. Klukkan hjá mér er alveg að detta í eitt svo að ég er að hugsa um að detta í draumaheiminn. Kem með spikfeita og safaríka færslu á morgun.

Já og áðan fór ég út í garð og sá eina þá stærstu kónugló sem ég hef á ævinni séð. Mamma, þú hefðir átt að vera hérna :)

Örn