mind the bollocks
hugleiðingaskrif og hugsanabull
sunnudagur, apríl 09, 2006
Ok, here it is...
Ok ég skrifaði ekkert í gær þannig að ég kem með gærdaginn og þennan dag í sömu færslu. Í gær var laugardagur, sem þýðir að allar konur í Reykjavík settu í þvottavél. En ég setti ekki í neina þvottavél. Ég lenti í því að gera númer tvö, og það var ekki til klósettpappír. Hlynur hoppaði því út fyrir og náði í fjórar rúllur af klósettpappír, á meðan Örninn sat á klósettinu og beið. MJÖG skemmtileg lífsreynsla. Svo fórum við á stað sem við höfum oft labbað framhjá og það er skilti fyrir utna sem segir að það sé LIVE tónlist öll kvöld. Það var engin live tónlist þar í gærkveldi allavega, og fólkið þarna inni voru ekkert annað en dónar.
Núna stökkvum við yfir á sunnudag.
Dagurinn í dag var frekar easy. Við ætluðum að gera svakalega mikið en við gerðum í rauninni ekkert. Þannig að á morgun ætlum við að vakna extra snemma til þess að taka til, ryksuga og setja í þvottavél. Ef ég myndi setja myndir á netið af íbúðinni eins og hún lítur út núna, myndu flestar húsmæður fá nett hjartaáfall. En það er allavega blóð sem ferðast um í æðum mínum, sem þýðir að ég sé lifandi og það þarf enginn að hafa áhyggjur.

More later...
Örn

Og já, ég er líka með e-mail wicked@heimsnet.is
mér finnst rosa gaman að fá póst :)