Í dag ætluðum við að vera sniðugir og finna British Library sem á að vera í um 10 mínútna göngufæri frá Kings Cross lestarstöðinni. Við ákváðum að fá okkur göngutúr og reyna að finna þetta en allt kom fyrir ekki og 3 klukkutímum seinna vorum við komnir á Liverpool Street. Þetta eru ekki nema 3,5 mílur ef maður fer rétta leið, en við vitleysingarnir vissum ekki neitt en á endanum vorum við svo komnir miklu lengra en við ætluðum. Já það er stundum svona, núna er málið að fá sér eitthvað að borða.
Later dudes...