Jæja, þá er bara komið að afmælisdeginum. Ég er orðinn 21 árs gamall og dagurinn er búinn að vera frekar skrítinn. Hlynur fór út í tíkallasíma og á meðan ætlaði ég að setja í eina þvottavél. Þvotturinn er geymdur í eldhúsinu, vegna plássleysis. Við eigum svona rafmagnsketil til þess að sjóða vatn og höfum hann á eldavélahellunni vegna þess að það er bara hreinlega ekki pláss neinsstaðar fyrir hann. Ok eldhúsið er mjög þröngt og ég tók þvottakörfuna og tróð mér framhjá eldavélinni með körfuna, nema ég kveikti óvart á hellunni þegar ég fór framhjá. Svo er ég bara að flokka þvottinn en ég heyri eitthvað skrítið hljóð úr eldhúsinu. Lít þangað inn og sé bara greyjið ketilinn bráðna á hellunni og allt í reyk og brunalykt. Ég náttúrulega panikka og slekk á hellunni og opna alla glugga. Ég slapp við það að kveikja í húsinu en það munaði ekki miklu samt. Svo reyni ég að hringja í Hlyn til þess að segja honum að koma heim, nema það að síminn hans er ekki lengur á sínum stað. Hann var með hann í jakkavasanum sínum og hann heldur að einhver óprúttinn hafi stolið símanum.
Semsagt fyrst þá kveiki ég næstum í, og Hlynur var rændur. Skemmtilegt upphaf á 21 afmælisdeginum. Núna ætlum við að fara út og reyna að halda okkur frá vandræðum á meðan við fáum okkur eitthvað gott að borða.
Örn
kveðja Lovísa
Til hamingju með afmælið, helvíti ertu nú orðin gamall, og ekki komin með konu ennþá þetta gengur ekki. KAnnski kemuru með eina breaska heim, eða hvað meinar Lovísa með að þú sér að flytja heim eftir viku. Gengur ekki vel í skólanum ? Aron frændi þinn hélt upp á afmælið þitt í gær og framm undir hádegi kom þá heim og er að hvíla sig núna þar til hann mætir of seint í vinnuna á morgun eins og venjulega. Allt gott að frétta hérna sumarið komið með éljagangi, sól og bara svona típísku íslensku veðri í dag.Gangi þér allt í haginn það sem eftir er af þessum merka degi Örn 21 árs húrra fyrir þér !!!!!!!!
kveðja Rúna,Raggi, Aron og Eydís