mind the bollocks
hugleiðingaskrif og hugsanabull
þriðjudagur, apríl 11, 2006
3 weeks
Hæ, ég er búinn að vera í London í 21 dag, þrjár vikur. Þá eru bara 300 og eitthvað dagar eftir. Þvottavélin hérna er með eitthvað bögg, og við vorum búnir að setja allan þvottinn í hana, ásamt öllum handklæðunum okkar og náum ekki að opna hana. Það verður ekkert lagað fyrr en á morgun, og ég varð að fara í sturtu þannig að ég þurrkaði mér með peysu. Á morgun ætla ég að fara í bókabúð og reyna að finna einhverjar sniðugar bækur sem fjalla um hljóð.

Ég hef eiginlega ekkert meira að segja eins og er nema bara að það er allt gott að frétta af mér og ég hlakka til að kíkja til íslands.

Örn
5 Comments:
Anonymous Nafnlaus said...
Hvað meinar þú.... ætlar þú að kíkja til Íslands áður en við komum að heimsækja þig til London ?

Blogger Örn said...
nei ég kem í júlí til íslands

Blogger Örn said...
mig minnir allavega að sumarfríið sé þá

Anonymous Nafnlaus said...
Þurrka sér með peysu, eitthvað sem ég verð að prufa

Anonymous Nafnlaus said...
Hahaha..... þú ert nú meiri meistarinn. Vona að þið séuð ekki að setja "allt" saman í þvottavélina, betra að setja handklæði og nærföt sér. Dökkan þvott sér. Muna það næst. Og svo er ekkert sniðugt að setja voðalega mikið í einu.
Þetta á eftir að lærast. Það er líka nóg að þvo þetta dökka bara á ca. 30 gráðum.
Jæja nóg um þvott og kannski vissuð þið þetta allt saman.
Það verður gaman að sjá þig í júlí, heyrumst bró.
kv, Lovísa