Ok núna er sunnudagur, eða tæknilega séð er kominn mánudagur en ég skrifaði ekkert í gær vegna þess að ég bara hreinlega gleymdi því. Í gær, laugardag hitti ég Örnu og Didda og fékk tösku sem mamma sendi með þeim. Í henni var 49 ára gamalt samlokugrill, sem var mjög gott að fá því að það er það eina sem við eigum til að elda eitthvað. Fyrir utan ketil til að sjóða vatn. Í gær grillaði ég allt brauðið sem var í ísskápnum og borðaði það í kvöldmat. Well, á morgun ætlum við að kíkja á bókasafnið og athuga hvort að við fáum bókasafnskort. Ef við getum ekki fengið svoleiðis kort, þá verðum við bara að lesa bækurnar á staðnum. Gæti virkað. Klukkan hjá mér er alveg að detta í eitt svo að ég er að hugsa um að detta í draumaheiminn. Kem með spikfeita og safaríka færslu á morgun.
Já og áðan fór ég út í garð og sá eina þá stærstu kónugló sem ég hef á ævinni séð. Mamma, þú hefðir átt að vera hérna :)
Örn
Cheers.
Varðandi köngulóna þá varstu heppinn að hún var ÚTI!!!
Gangi ykkur vel á bókó.
kv, systa
kv. systa yngri