Ok vá ég hef ekki skrifað neitt hérna síðan á mánudag. Ég biðst afsökunar á því. Í dag er enginn skóli, þannig að við erum að spá í að fara niður í bæ. Miðbæ, kíkja á lífið þar. Í gær var skóli, og kennarinn fór yfir svo mikið í einu að ég er totally lost. Síminn minn er eitthvað bilaður, það er ekki hægt að ýta á neina takka á honum nema á morgnanna, sem mér finnst mjög einkennilegt. Jæja, ég ætla að kíkja í bæinn og svo kem ég með fréttir í kvöld.
Örn