Já hæ, þetta er hinn eini sanni Örn. Það er langt síðan ég hef skrifað eitthvað hérna og ég biðst fyrirgefningar á því. Þessa síðustu daga eru mjög mikil efnaskipti búin að eiga sér stað í líkamanum mínum. Og það má segja frá því að í dag tók ég einn mesta göngutúr sem ég hef nokkurntíman tekið á ævinni. Ég labbaði frá Highbury og niður á Liverpool Street og síðan niður á Thames og ég fór ekki beina leið. Ég held að ég hafi labbað sirka 50 kílómetra í dag. Og maður í mínu líkamlegu ástandi má vera stoltur af því. Og ég hafði mjög gaman af þessum degi, vegna þess að ég hef farið niður í "mið-London" nokkrum sinnum en aldrei hef ég séð jafn lítið af fólki þar og í dag. Í dag er föstudagurinn langi og það er svona óskrifuð regla að allir eigi að sitja heima hjá sér og hafa það leiðinlegt. Nema að á Íslandi er það löngu búið, en í London er það víst ennþá þannig vegna þess að það var enginn í bænum. MJÖG gaman að sjá þessa borg svona, og ég held að það hafa ekki margir séð þessa borg í svona ástandi eins og ég sá í dag.
En svona til þess að hoppa úr einu í annað, þá held ég að hann
Hlinur sé að verða eitthvað bilaður. Lesiði bara nýjustu færslurnar hans.
Hér.Meira seinna.....
Örn