mind the bollocks
hugleiðingaskrif og hugsanabull
föstudagur, apríl 07, 2006
Gúrkutíð
Já ég get ekki neitt annað sagt en að það er gúrkutíð á Íslandi. Ég finn ekki neitt í fréttum sem kitlar áhuga minn.
Í dag fór ég með Hlyni niður í bæ, við skoðuðum London Museum og var það mjög áhugavert. En það sem mig vantar núna er eitthvað íslenskt. Plís komiði með eitthvað íslenskt handa mér.

Kv. Örn
11 Comments:
Anonymous Nafnlaus said...
Ok, hér er eitthvað Íslenskt, það er skítkalt hér og allir með flensu. Nói/síríus búnir að fylla búðirnar af páskaeggjum og IDOLSTJARNA 2006 verður valin í kvöld. Ég kveð þig í kútinn Örn minn og vona af ÖLLU mín hjarta að þér líði vel í London.
Love you

Blogger Örn said...
Þið verðið að láta mig vita hver verður Idol stjarnan maður....annars fæ ég sennilega að vita það á morgun á mbl.is
En keep me updated með fréttum að heiman, ég er að deyja hérna, mig langar svo að fá ykkur út.

Anonymous Nafnlaus said...
Mér leiðist í vinnunni

Anonymous Nafnlaus said...
Þetta er alveg að koma með Idol, Ég veðja á Snorra en gefðu mér 10 mín.. Ég fíla hann í botn. meira á eftir.... Cheers

Blogger Örn said...
já og hvað er að gerast? er snorri idol íslands?

Blogger Örn said...
ef þið hafið hlustað á lagið sour times með portishead, sem ég geri ráð fyrir að þið hafið ekki, þá mæli ég með að þið náið ykkur í þessa tvo diska sem hafa verið gefnir út með þessari hljómsveit. ég hef ekki hlustað á neitt annað síðan ég kom hingað og þegar ég skrifa þetta, var ég að hlusta á sour times sem er "ógissla" gott lag, og líka strangers sem var að byrja. the moral is "farið og kaupið báða diskana með Portishead."
Mamma og Pabbi, do it. Do it for me.

Blogger Örn said...
og þið verðið að hlusta líka :)
þetta er ekki þungarokk....... ;*

Blogger Örn said...
og Lovísa, I love u too ;*

Blogger Örn said...
klukkan er farin að ganga í tvö hjá mér og ég er búinn að fá póstinn frá pabba en ég er ennþá ekki búinn að fá það sem mig vantaði :'(

Anonymous Nafnlaus said...
Hey u gæ, fagnaðarlætin brutust út á mínu heimili í gær þegar Snorri var kosinn idolstjarna...svo er ennþá skítakuldi hérna, ég bíð bara eftir sumrinu. Love u

Anonymous Nafnlaus said...
Hæ ertu vaknaður,já það er mikil ánægja með Snorra, vonandi á hann eftir að standa sig betur en hinar idolstjörnurnar. Á ekki að skoða mannlífið í London í dag, fallegur laugardagur og mig langar alveg að vera í London núna með þér.
Sjáumst Lovísa