Já þá er þessi mánudagur alveg að líða undir lok og var hann bara nokk góður. Raggi félagi minn kom til London og færði mér bakpoka frá mömmu og pabba. Núna á ég Morgunblaðið síðan á laugardaginn. Við löbbuðum í Green Park og skoðuðum Buckingham Palace og sáum London Eye. Mjög áhugavert að sjá, og ekki sérstaklega mikil orka eftir í mér eftir allt þetta labb. Núna er Hlynur kominn í kaffið og ég er að spá í að fara að sofa.
Stay tuned...
Örn