Mér fannst eins og mig væri að dreyma í dag þegar ég fékk msn samtal við elstu systir mína og hún bauð mér að borða. VÁ hugsaði ég, og í kvöld fékk ég besta mat sem ég hef fengið síðan ég kom hingað. Málið var þannig að ég vildi fá mér steik, en við stóðum fyrir framan þenna Asíska stað, og við í alvörunni vissum ekki að þessi staður væru asískur, og sáum ekkert nema naut í chili. Auðvitað fórum við inn og keyptum naut í chili og áttuðum okkur svo á því að þessi staður væri allt annað en það sem við vildum virkilega fara inn á. ENNN það sem við fengum var svo ÓGEÐSLEGA gott að ég veit ekki hvernig ég á að segja frá því. Og allt var þetta Lovísu systir að þakka. Lovísa, ég elska þig.
Happy easter.....
Örn
Ég vona bara að maturinn hafi farið vel í þig og að þú fáir líka eitthvað gott að borða í kvöld.
Farðu vel með þig elsku bróðir.
Love you
Lovísa
Langaði bara að fara að lesa eitthvað nýtt frá þér. Það var svo gaman að skoða síðast hehe...
Hér er skítakuldi og allir búnir að borða ársskammt af súkkulaði.
Vona að þú hafir það alltaf sem best.... love you bro
Lovísa