mind the bollocks
hugleiðingaskrif og hugsanabull
föstudagur, mars 31, 2006
Netlaus og allslaus
Hæ, hef ekkert komist á netið á dag. Internetið bara ætlaði ekki að virka og það var ekkert við því að gera, annað en að fá sér hressan göngutúr upp í Camden. Það var svo heitt úti að ég hef sennilega misst um það bil 48% af sjálfum mér í peysuna.
Svo var bara farið yfir glósur og lesið um hljóð. Þegar maður byrjar að pæla í hljóði, er það alveg magnað fyrirbæri, og mjög áhugavert. Ég hef virkilega gaman af þessu. Það er eiginlega ekkert meira hægt að segja frá deginum þannig að ég ætla að kveðja að sinni og ég lofa að koma með meira later on....

Örn The Soon To Be Engineer
fimmtudagur, mars 30, 2006
Skoðið þetta
Carlos spurði okkur hvað hljóð væri í tímanum í dag, og svo spurði hann að nákvæmlega þessu : http://www.visindavefur.is/svar.asp?id=300
og skoðið svarið sem vísindavefurinn, sem háskólinn stendur fyrir, kemur með. Og þess má geta að Carlos sagði að ef að hann þyrfti að útskýra fyrir geimveru, að ef tré myndi detta í skóginum, og enginn væri nálægt til að heyra það, myndi hann segja að ekkert hljóð kæmi. Þrátt fyrir að vísindalega séð, þá kemur hljóð, eða bylgjur, sem eyru túlka sem hljóð. En af því að það er enginn til að heyra það, þá er það ekki hljóð. Ekki satt? Eða hvað finnst þér?
logA = 10 í mínus þriðja veldi
Þá er fimmtudagurinn að verða búinn, og við Hlinur erum búnir að vera hérna í rúma viku. Skóladagurinn í dag var frekar skrítinn. Kennarinn, sem heitir Carlos og kemur upprunalega frá Brasilíu, fór yfir stærðfræðidæmin sem við reiknuðum heima og sagði síðan að við værum búin að fara yfir alla stærðfræði og byrjaði síðan að tala um hljóð. Spáið í því að fara í skóla og taka alla stærðfræði á einum degi, það hlýtur að vera ansi mikið af stærðfræði ekki satt? Mér finnst það allavega. Og ég þarf að kunna allar aðferðir og ALLT en það er ekkert mál því að ég eyddi jú öllum gærdeginum í að kynna mér þetta. Næst á dagskrá er semsagt "hljóðfræði" sem er ekki eins auðveld og ég hélt. Ég ætla aðeins að lesa mér til um þetta og svo kem ég með brakandi ferska færslu eftir það.... fylgist með.


Örn
Guten tag
Já góðann daginn. Klukkan er tíu mín í níu hérna hjá mér og það er ekki skóli fyrr en klukkan tvö. Það er um að gera að hella í sig kaffi og kíkja aðeins á stærðfræðina þangað til.
Kem með meira í kvöld.
miðvikudagur, mars 29, 2006
Stærðfræðidagur
Í dag var lítið annað gert en að reikna dæmi. Jú ég reyndar byrjaði daginn á því að færa allar glósurnar mínar yfir í tölvutækt form. Svo var borðað mat. Svo um klukkan hálf fimm var farið í það að gera heimavinnuna sem ég fékk í skólanum og áður en ég vissi af, var klukkan orðin hálf ellefu. Það eru sex klukkutímar af stærðfræði. Það tel ég vera nokkuð gott. Núna sé ég heiminn í stærðfræði jöfnum og logarithma. Ég held að það sé kominn tími á smá svefn.
Góða nótt.
þriðjudagur, mars 28, 2006
Mathematics
Í dag var fyrsti "alvöru" skóladagurinn í þessum "fjölmiðlaháskóla" og það eina sem var farið í var mitt uppáhald, stærðfræði :) Það er svo langt síðan ég var í skóla að ég þarf að læra stærðfræði upp á nýtt, á ensku í þokkabót. En það ætti ekki að vera mikið mál, svo hefur maður Hlyn hérna, sem virðist leyna á sér í stærðfræði kunnáttunni. Skólinn var frá 14:00 til 17:00 og svo er enginn skóli fyrr en á fimmtudaginn. En það er NÓG af heimavinnu, þannig að ég ætti að fara að koma mér að því eigi síður en núna.

Later
mánudagur, mars 27, 2006
First day of school
Í dag var fyrsti dagurinn í skólanum. Ég vaknaði í morgun með smá spennu í maganum og ætlaði að hafa allt á hreinu áður en ég átti að mæta, sem var klukkan 13:00. Ég var mættur klukkan 12:50 og fór beint til konunnar í móttökunni og sagði henni að ég væri mættur. Hún sagði að ég hafi átt að mæta klukkutíma áður en ég sagðist hafa fengið e-mail um að ég ætti að vera mættur klukkan 13:00. Þá sagði hún að í gær, sunnudag, hafi landið flýtt klukkunni um einn klukkutíma, sem er víst gert á vorin. Var ég eini maðurinn í landinu sem hafði ekki hugmynd um þetta? En allavega sagði hún mér að mæta klukkan 15:00 aftur, því þá myndi annar hópur koma og ég fengi allar upplýsingar með þeim. Svo hló hún aðeins að mér. En allavega þetta reddaðist allt saman og ég hef fengið allar upplýsingar sem ég þarf, og á svo að mæta í skólann á morgun, ferskur og tilbúinn að læra klukkan 14:00. Skrítinn tími en ég á víst að mæta klukkan 14:00 fyrstu sex vikurnar til þess að koma mér af stað, en næstu 36 vikur eftir það er bullandi keyrsla og svo loks síðustu 6 vikurnar er rólegt aftur.

Fylgist með...
0_o
Nóttin ágæt, kaffi áðan, skóli á eftir.

Fylgist með seinni partinn í dag!
sunnudagur, mars 26, 2006
Sunday, bloody sunday
Jæjahhh, sváfum út í dag í fyrsta skiptið. Ég vaknaði ekki fyrr en hálf tólf, alveg útsofinn og hress. Geggjað stuff maður. Við kíktum aðeins út og fengum okkur kaffi, eina kaffið sem hægt er að fá á kaffihúsum hérna er instant nescafe en það er betra kaffi en ekkert kaffi. Þegar við vorum búnir að sitja inni á þessu ofurlitla kaffihúsi í um það bil 25 mínútur, þá lokaði það enda sunnudagur og það eina sem fólk gerir hérna á sunnudögum er að sitja, og horfa á fótbolta. Ég held að ég hafi ekki verið búinn að nefna það áður, en íbúðin okkar er við hliðina á nýja Arsenal leikvanginum, sem er alveg RISA stór, og við hliðina á honum er svo gamli leikvangurinn. Það er frekar þægilegt, því ef maður villist, getur maður alltaf fundið út hvar þessi ofur stóra bygging er og rölt í þá áttina.

Eftir kaffibollann var tekinn smá göngutúr í hverfinu og svo hoppuðum við inn í litla búð og keyptum tvær dósir af niðursoðnum, bökuðum baunum sem við ætlum að borða beint úr dósinni í kvöld því að við eigum enga diska, en samt sem áður eigum við hnífapör. Á morgun er það skólinn og smá spenna farin að myndast út af honum. En eftir skólann verður komið við í Argos og náð í diska, bolla og kaffivél, því eins og allir vita er gott kaffi grundvöllur fyrir góðan dag.

Það gæti alveg eins farið svo að ég komi með aðra blog færslu seinna í kvöld, en þangað til bið ég að heilsa.
laugardagur, mars 25, 2006
Frosin föstudagsnótt í borg dauðans.
Síðasta nótt var eins sú versta sem ég hef upplifað. Við áttum engar sængur og klæddum okkur því í öll fötin sem við erum með. Ég held að hitastigið hafi verið svona 4 gráður hérna inni, en ísskápurinn okkar er einmitt stilltur á 4 gráður. Við vöknuðum sirka 3 um nóttina, skjálfandi eins og hríslur og Hlynur sagði "djöfull er mér óglatt maður, ég held að ég þurfi að æla", en hann lét það ekki trufla sig og reyndi að sofna aftur. Þegar við vöknuðum svo í morgun þá stökk hann á klósettið og ældi eins og hann hefði innbyrt 2 lítra af hafragraut á 15 sekúndum. Eftir það var farið í leit að hraðbanka til þess að geta borgað restina af húsaleigunni. Það gekk eins og í sögu og þá var bara eftir að ná í sængur, kodda, handklæði og hnífapör. Við fórum í búð sem heitir Argos. Þetta er svona búð sem selur allt milli himins og jarðar og það er bara bók sem maður pantar eftir, maður hefur litla tölvu fyrir framan sig til þess að tékka hvort að varan sé til. Skrifar bara öll vörunúmer sem maður ætlar að versla á sérstakt blað, fer á kassa og borgar og bíður svo fyrir framan lagerinn eftir að pöntunin sé tilbúin. Svipað eins og að versla á ebay eða eitthvað. En þegar "heim" var komið þá svaf ég, heitur, undir nýrri sæng og Hlynur svaf til þess að láta sér batna. Um hádegisbilið vaknaði ég og tók aðeins til og svona, leyfði Hlyni að sofa. Hann var frekar slappur í allan dag, en eftir að við fórum á Dominos á náðum í pizzur þá varð hann strax betri maður. Í kvöld verður örugglega bara setið "heima" og legið í tölvunni. Ég er bara búinn að vera hérna síðan á miðvikudaginn og mig er soldið farið að langa heim, en lífið er enginn dans á rósum og maður verður bara að harka af sér.

Kem með meira seinna.

Kveðja,
Örn
föstudagur, mars 24, 2006
Jæja, kominn til London.
Jæja, þá er maður kominn í hina miklu borg þar sem allt gerist á hundrað kílómetra hraða. Við lentum á Stansted flugvelli í fyrradag(miðvikudaginn 22 mars) klukkan sirka 18:30. Þaðan tókum við lest til Liverpool Street Station sem er RISAstór lestarstöð í London. Þaðan ók leigubíll okkur hótelið okkar, Hotel Boka, sem er lélegasta hótel sem ég hef nokkurntíman séð. Og það var svo vond lykt þarna inni að ég er alveg viss um að það hafi verið lík í herberginu við hliðina á okkar. Herbergið var svo lítið að rúmin komust rétt fyrir þar og loftið var þakið kóngulóavefum. En við þurftum ekki að vera þar nema í 2 nætur því við fórum strax daginn eftir að við komum og nældum okkur í svaka studioíbúð. Gæjinn sem leigir okkur var svo ánægður með okkur að hann fór í Ikea og keypti koju handa okkur svo við hefðum meira pláss. Við erum með sturtu í stofunni/svefnherberginu og klósettið er í fataskápnum :) Við erum hæstánægðir með þetta allt saman.

Hérna eru myndir af herberginu/íbúðinni okkar:
MYND 1
MYND 2
MYND 3
MYND 4
MYND 5
MYND 6
MYND 7
MYND 8
MYND 9
MYND 10
MYND 11
MYND 12
MYND 13
MYND 14

Kem með meira á morgun.

Og já, símanúmerið mitt í London er (+44)7904245575

Friður...
laugardagur, mars 18, 2006
Party time
Jæja, upp er runninn laugardagur og það er klikkað partý í kvöld. Ég er maðurinn hennar Jónínu hans Jóns og ég fór í ammli í gær. Tvöfalt ammli messa. Skiluru. Það verður fjölmennt á The Dubliner í kvöld og það er ekkert "kannski" það er bara að mæta og vera með flott bindi. Ég borðaði kaffi í morgunmat og drakk lasagne.

Ich bin Örn, bitte.
miðvikudagur, mars 15, 2006
Það er vika í'idda!
Þá er aðeins vika í dómsdag og maður er farinn að svitna aðeins. En eins og maðurinn sagði þá er sviti góðs viti og ekkert út á það að setja. Farinn í hádegismat.
bitte warten...?
jéss ég teiknaði banner en ég veit ekki með þessa konu sem er á honum...
sunnudagur, mars 12, 2006
Add your comment bíííaaaglahhhh!!!
Ég vil endilega biðja þá sem nenna að skoða síðuna að kommenta, með því að ýta á "comments" fyrir neðan hverja færslu. Mér þykir ákaflega gaman að lesa comments og ég gæti sett tómatsósu í hárið á mér yfir einu góðu slíku :)
Imaginary Heartache
every day i try to wake up
but i cant because i miss you so
(miss you so)
you are never here when i need you baby
you are always somewhere else
(never here)
i am gonna go away for awhile because
i cannot do this anymore
(never more)

and i start to
shiver
afraid that i will die alone
shiver
when you left me here to bleed
bleeding
im feeling better when i sing
(when i sing) oh oh ohh

every day i try to wake you up
but i cant because you are gone
(you are gone)
You are never here when i want to kiss you baby
you have left me now
(im all alone)
im gonna fly away , im gonna die
because i cannot do this anymore
(im dying slow)

and i start to
panic
i am gonna die alone
panic
im never gonna see the light
singing
trying to wake up from this

every day i try to wake up
but i cant because i miss you so
(i miss you babe)...

öddi rokk 11. mars '06
föstudagur, mars 10, 2006
Mjöður og margmenni <- kveðjuteiti
Jæja gott fólk, við Hlinur höfum ákveðið að halda smá kveðju-teiti á efri hæð The Dubliner næstkomandi laugardag, þann 18 mars. Ég verð mættur á svæðið klukkan 20:00 til að taka á móti gestum. Við höfum staðinn til miðnættis en vegna þess að við erum "verðandi" fátæklingar þá getum við því miður ekki boðið gestum upp á mjöð en okkur var lofað 20% afslætti við barinn. Hvet ég alla þá sem vilja kyssa okkur bless að koma og heiðra okkur með nærveru sinni. Snyrtilegur klæðnaður er æskilegur.

Öddi rokk.
miðvikudagur, mars 08, 2006