mind the bollocks
hugleiðingaskrif og hugsanabull
fimmtudagur, mars 30, 2006
logA = 10 í mínus þriðja veldi
Þá er fimmtudagurinn að verða búinn, og við Hlinur erum búnir að vera hérna í rúma viku. Skóladagurinn í dag var frekar skrítinn. Kennarinn, sem heitir Carlos og kemur upprunalega frá Brasilíu, fór yfir stærðfræðidæmin sem við reiknuðum heima og sagði síðan að við værum búin að fara yfir alla stærðfræði og byrjaði síðan að tala um hljóð. Spáið í því að fara í skóla og taka alla stærðfræði á einum degi, það hlýtur að vera ansi mikið af stærðfræði ekki satt? Mér finnst það allavega. Og ég þarf að kunna allar aðferðir og ALLT en það er ekkert mál því að ég eyddi jú öllum gærdeginum í að kynna mér þetta. Næst á dagskrá er semsagt "hljóðfræði" sem er ekki eins auðveld og ég hélt. Ég ætla aðeins að lesa mér til um þetta og svo kem ég með brakandi ferska færslu eftir það.... fylgist með.


Örn