Í dag var lítið annað gert en að reikna dæmi. Jú ég reyndar byrjaði daginn á því að færa allar glósurnar mínar yfir í tölvutækt form. Svo var borðað mat. Svo um klukkan hálf fimm var farið í það að gera heimavinnuna sem ég fékk í skólanum og áður en ég vissi af, var klukkan orðin hálf ellefu. Það eru sex klukkutímar af stærðfræði. Það tel ég vera nokkuð gott. Núna sé ég heiminn í stærðfræði jöfnum og logarithma. Ég held að það sé kominn tími á smá svefn.
Góða nótt.