mind the bollocks
hugleiðingaskrif og hugsanabull
sunnudagur, mars 26, 2006
Sunday, bloody sunday
Jæjahhh, sváfum út í dag í fyrsta skiptið. Ég vaknaði ekki fyrr en hálf tólf, alveg útsofinn og hress. Geggjað stuff maður. Við kíktum aðeins út og fengum okkur kaffi, eina kaffið sem hægt er að fá á kaffihúsum hérna er instant nescafe en það er betra kaffi en ekkert kaffi. Þegar við vorum búnir að sitja inni á þessu ofurlitla kaffihúsi í um það bil 25 mínútur, þá lokaði það enda sunnudagur og það eina sem fólk gerir hérna á sunnudögum er að sitja, og horfa á fótbolta. Ég held að ég hafi ekki verið búinn að nefna það áður, en íbúðin okkar er við hliðina á nýja Arsenal leikvanginum, sem er alveg RISA stór, og við hliðina á honum er svo gamli leikvangurinn. Það er frekar þægilegt, því ef maður villist, getur maður alltaf fundið út hvar þessi ofur stóra bygging er og rölt í þá áttina.

Eftir kaffibollann var tekinn smá göngutúr í hverfinu og svo hoppuðum við inn í litla búð og keyptum tvær dósir af niðursoðnum, bökuðum baunum sem við ætlum að borða beint úr dósinni í kvöld því að við eigum enga diska, en samt sem áður eigum við hnífapör. Á morgun er það skólinn og smá spenna farin að myndast út af honum. En eftir skólann verður komið við í Argos og náð í diska, bolla og kaffivél, því eins og allir vita er gott kaffi grundvöllur fyrir góðan dag.

Það gæti alveg eins farið svo að ég komi með aðra blog færslu seinna í kvöld, en þangað til bið ég að heilsa.