mind the bollocks
hugleiðingaskrif og hugsanabull
föstudagur, mars 24, 2006
Jæja, kominn til London.
Jæja, þá er maður kominn í hina miklu borg þar sem allt gerist á hundrað kílómetra hraða. Við lentum á Stansted flugvelli í fyrradag(miðvikudaginn 22 mars) klukkan sirka 18:30. Þaðan tókum við lest til Liverpool Street Station sem er RISAstór lestarstöð í London. Þaðan ók leigubíll okkur hótelið okkar, Hotel Boka, sem er lélegasta hótel sem ég hef nokkurntíman séð. Og það var svo vond lykt þarna inni að ég er alveg viss um að það hafi verið lík í herberginu við hliðina á okkar. Herbergið var svo lítið að rúmin komust rétt fyrir þar og loftið var þakið kóngulóavefum. En við þurftum ekki að vera þar nema í 2 nætur því við fórum strax daginn eftir að við komum og nældum okkur í svaka studioíbúð. Gæjinn sem leigir okkur var svo ánægður með okkur að hann fór í Ikea og keypti koju handa okkur svo við hefðum meira pláss. Við erum með sturtu í stofunni/svefnherberginu og klósettið er í fataskápnum :) Við erum hæstánægðir með þetta allt saman.

Hérna eru myndir af herberginu/íbúðinni okkar:
MYND 1
MYND 2
MYND 3
MYND 4
MYND 5
MYND 6
MYND 7
MYND 8
MYND 9
MYND 10
MYND 11
MYND 12
MYND 13
MYND 14

Kem með meira á morgun.

Og já, símanúmerið mitt í London er (+44)7904245575

Friður...
5 Comments:
Anonymous Nafnlaus said...
úff fín íbúð..:) ;)

Anonymous Nafnlaus said...
vóv, hressa íbúðin! til hamingju með þetta og endilega setjið inn svona myndir ;)

Anonymous Nafnlaus said...
til hamingju með íbúðina, frekar fyndið að sturtan sé í stofunni :)

Blogger Örn said...
þetta er mjög kósý ;) það er hægt að læsa eldhúsinu þannig að ef annarhvor okkar fer í sturtu þá er hinn bara í ísköldu elhúsinu ;)

Anonymous Nafnlaus said...
Jahérna, vona að með diskum og glösum, sængum og koddum geti ykkur líðið áætlega "heima" Ég hef fulla trú á ykkur.
Love you.