mind the bollocks
hugleiðingaskrif og hugsanabull
laugardagur, mars 25, 2006
Frosin föstudagsnótt í borg dauðans.
Síðasta nótt var eins sú versta sem ég hef upplifað. Við áttum engar sængur og klæddum okkur því í öll fötin sem við erum með. Ég held að hitastigið hafi verið svona 4 gráður hérna inni, en ísskápurinn okkar er einmitt stilltur á 4 gráður. Við vöknuðum sirka 3 um nóttina, skjálfandi eins og hríslur og Hlynur sagði "djöfull er mér óglatt maður, ég held að ég þurfi að æla", en hann lét það ekki trufla sig og reyndi að sofna aftur. Þegar við vöknuðum svo í morgun þá stökk hann á klósettið og ældi eins og hann hefði innbyrt 2 lítra af hafragraut á 15 sekúndum. Eftir það var farið í leit að hraðbanka til þess að geta borgað restina af húsaleigunni. Það gekk eins og í sögu og þá var bara eftir að ná í sængur, kodda, handklæði og hnífapör. Við fórum í búð sem heitir Argos. Þetta er svona búð sem selur allt milli himins og jarðar og það er bara bók sem maður pantar eftir, maður hefur litla tölvu fyrir framan sig til þess að tékka hvort að varan sé til. Skrifar bara öll vörunúmer sem maður ætlar að versla á sérstakt blað, fer á kassa og borgar og bíður svo fyrir framan lagerinn eftir að pöntunin sé tilbúin. Svipað eins og að versla á ebay eða eitthvað. En þegar "heim" var komið þá svaf ég, heitur, undir nýrri sæng og Hlynur svaf til þess að láta sér batna. Um hádegisbilið vaknaði ég og tók aðeins til og svona, leyfði Hlyni að sofa. Hann var frekar slappur í allan dag, en eftir að við fórum á Dominos á náðum í pizzur þá varð hann strax betri maður. Í kvöld verður örugglega bara setið "heima" og legið í tölvunni. Ég er bara búinn að vera hérna síðan á miðvikudaginn og mig er soldið farið að langa heim, en lífið er enginn dans á rósum og maður verður bara að harka af sér.

Kem með meira seinna.

Kveðja,
Örn