Hæ, hef ekkert komist á netið á dag. Internetið bara ætlaði ekki að virka og það var ekkert við því að gera, annað en að fá sér hressan göngutúr upp í Camden. Það var svo heitt úti að ég hef sennilega misst um það bil 48% af sjálfum mér í peysuna.
Svo var bara farið yfir glósur og lesið um hljóð. Þegar maður byrjar að pæla í hljóði, er það alveg magnað fyrirbæri, og mjög áhugavert. Ég hef virkilega gaman af þessu. Það er eiginlega ekkert meira hægt að segja frá deginum þannig að ég ætla að kveðja að sinni og ég lofa að koma með meira later on....
Örn The Soon To Be Engineer