Í dag var fyrsti "alvöru" skóladagurinn í þessum "fjölmiðlaháskóla" og það eina sem var farið í var mitt uppáhald, stærðfræði :) Það er svo langt síðan ég var í skóla að ég þarf að læra stærðfræði upp á nýtt, á ensku í þokkabót. En það ætti ekki að vera mikið mál, svo hefur maður Hlyn hérna, sem virðist leyna á sér í stærðfræði kunnáttunni. Skólinn var frá 14:00 til 17:00 og svo er enginn skóli fyrr en á fimmtudaginn. En það er NÓG af heimavinnu, þannig að ég ætti að fara að koma mér að því eigi síður en núna.
Later