Jæja gott fólk, við Hlinur höfum ákveðið að halda smá kveðju-teiti á efri hæð The Dubliner næstkomandi laugardag, þann 18 mars. Ég verð mættur á svæðið klukkan 20:00 til að taka á móti gestum. Við höfum staðinn til miðnættis en vegna þess að við erum "verðandi" fátæklingar þá getum við því miður ekki boðið gestum upp á mjöð en okkur var lofað 20% afslætti við barinn. Hvet ég alla þá sem vilja kyssa okkur bless að koma og heiðra okkur með nærveru sinni. Snyrtilegur klæðnaður er æskilegur.
Öddi rokk.