Í dag var fyrsti dagurinn í skólanum. Ég vaknaði í morgun með smá spennu í maganum og ætlaði að hafa allt á hreinu áður en ég átti að mæta, sem var klukkan 13:00. Ég var mættur klukkan 12:50 og fór beint til konunnar í móttökunni og sagði henni að ég væri mættur. Hún sagði að ég hafi átt að mæta klukkutíma áður en ég sagðist hafa fengið e-mail um að ég ætti að vera mættur klukkan 13:00. Þá sagði hún að í gær, sunnudag, hafi landið flýtt klukkunni um einn klukkutíma, sem er víst gert á vorin. Var ég eini maðurinn í landinu sem hafði ekki hugmynd um þetta? En allavega sagði hún mér að mæta klukkan 15:00 aftur, því þá myndi annar hópur koma og ég fengi allar upplýsingar með þeim. Svo hló hún aðeins að mér. En allavega þetta reddaðist allt saman og ég hef fengið allar upplýsingar sem ég þarf, og á svo að mæta í skólann á morgun, ferskur og tilbúinn að læra klukkan 14:00. Skrítinn tími en ég á víst að mæta klukkan 14:00 fyrstu sex vikurnar til þess að koma mér af stað, en næstu 36 vikur eftir það er bullandi keyrsla og svo loks síðustu 6 vikurnar er rólegt aftur.
Fylgist með...
P.S T.Henry er ömurlegur!