mind the bollocks
hugleiðingaskrif og hugsanabull
laugardagur, nóvember 03, 2007
Mugiboogie

Oh shit hvað nýja platan frá Mugison er mikil snilld. Hef verið að hlusta á hana í dag og verð að segja að þessi maður er algjör snilli. Ég mæli með að allir kaupi plötuna og það er hægt að gera það hér.

En það sem að er að gerast á Íslandi í dag með Hells Angels skil ég ekki. Af hverju er verið að henda þessum mönnum í burtu? Þeir hafa ekkert brotið af sér hér. Er glæpur að koma inn í landið? Þó svo að þessi samtök séu þekkt fyrir glæpi er ekki þar með sagt að allir meðlimir séu glæpamenn. Þetta er svipað eins og að stimpla alla araba hryðjuverkamenn. Ég held að þetta sé algjör skita.

En við systkinin höfum ákveðið að opna sameiginlega blog síðu. Þú getur skoðað hana hér.



Góða helgi.