mind the bollocks
hugleiðingaskrif og hugsanabull
miðvikudagur, október 31, 2007
MFS!
Jæja, ég hef ákveðið að byrja á þessu aftur...þá meina ég að blogga. Búinn að sitja í 2 tíma við tölvuna að búa til nýtt look, það kemur um leið og það er tilbúið. Þessu looki stal ég einhversstaðar tímabundið.

Í dag flutti ég úr Árgötu 3, þar sem ég hef búið síðustu 2 mánuði, og inn til Karenar og Arnars vegna þess að nú á að fara að lappa upp á pleisið. Vona að ég geti samt flutt aftur inn bráðlega. Í gær fór að snjóa rétt eftir hádegi og það var ennþá snjókoma þegar ég fór að sofa þannig að í morgun var kominn ágætis snjór á götuna. Nema þegar ég steig út úr húsi þá var svona 5 stiga hiti og snjórinn reyndist vera pjúra slabb, en málið er að núna er frost og öll bleytan og ógeðið sem var í dag er frosið og færðin á götunum er ultra mega slæm. Sem betur fer er maður í 4x4 jeppa. En ég ætla að halda áfram að fikta í lookinu á síðunni...later dudes.

P.S. Það er söguleg stund í gangi hérna, Greys anatomy var að byrja aftur og Karen er límd við imbann.
3 Comments:
Anonymous Nafnlaus said...
já fínt, já sæll. Vonandi gengur vel að græja íbúðina þína enda var líka kominn tími að halda innfluttningsparty.......heh eigum við að ræða það eitthvað....

amen

Blogger Örn said...
ahahahaha hvar ert þú að smíða geimflaugar kallinn?

Anonymous Nafnlaus said...
Ahh good old Ödda blogg.

Kv. Hlynur.