Já eins og áður hefur komið fram, mind the bollocks, sem gæti verið túlkað sem -> passaðu þig á eistunum <- Hvað er málið með miðbæinn á virkum dögum? Ef maður ætlar að stökkva inn í eina búð í eina mínútu, þá þarf maður að borga í stöðumæli, eða svona sjálfsala tæki. Hver gengur með klink á sér í dag? Eða er ég kannski svona tæknisinnaður því að ég nota bara plast til að borga með? Allavega, ég fór í bæinn í dag og borgaði ekkert í bílastæði og slapp við sekt, þrisvar sinnum. Já, mikið lifandi skelfingar ósköp er gaman að vera svolítið hífaður. Djöfull væri kúl að geta séð í gegnum föt...