mind the bollocks
hugleiðingaskrif og hugsanabull
laugardagur, febrúar 11, 2006
Leður

Fór til Viðars í gærkveld, sofnaði yfir Family Guy myndinni og vaknaði klukkan átta í morgun með Viðar í fanginu, í rúminu hans. Hann skutlaði mér heim. Ég ætlaði að fara að sofa en gat ekki sofnað aftur. Andskotinn. Klæddi mig í leður rétt fyrir tíu í morgun og fór út að hjóla. Uss, flaug næstum því á hausinn vegna hálku. Helvítis hálka. Mig langar að hjóla í allan dag. Ég hef bara mánuð áður en ég fer í skólann út og ég vill hjóla eins og motherfucker þangað til. Ég á örugglega ekki eftir að geta það vegna veðurs. En allavega þá hjólaði ég upp á Bíldshöfða 9, nánar tiltekið www.bilanaust.is og keypti mér morgunmat í bakaríinu þar. Rúnstykki og kaffibolli. Svo fór ég í www.nitro.is og skoðaði leður. Afgreiðslumaðurinn spurði mig hvernig hjóli ég væri á, sem er Intruder, og það kom í ljós að hann er bullandi intruder fan og búinn að eiga nokkra. Hann skoðaði hjólið mitt og honum fannst það ægilega fallegt. Hann var að segja mér að skipta um stýri, breyta pústinu og fleira. Kannski að maður kynnist honum betur og fari að hjóla með honum einhverntíman.

Planið í kvöld er að hitta Smára frænda, Aron frænda og Matta frænda, kíkja á pöbbinn með þeim og drekka mér til heiðurs. Smá kveðjuvesen. Djöfull vildi ég óska þess að ég væri búinn að fara í skólann og gæti verið á Íslandi í sumar. Það er bullandi hjólasumar að fara að byrja og ég missi af því. En það er ekki hægt að gera allt. Kem heim í sumarfríinu í júlí og hjóla eins og mofo. Jæja, ég segi pís át ...
1 Comments:
Anonymous Nafnlaus said...
Þetta var besti svefn sem ég hef fengið